*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 29. október 2016 10:10

Vill nýjan spítala sem fyrst

Þorkell Sigurlaugsson gagnrýnir harðlega þá sem vilja flytja Landspítalann á annan stað en við Hringbraut.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Klára verður núverandi uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hraða henni sem mest, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, varaformanns stjórnar samtakanna „Spítalinn okkar“. Hann varar við hugmyndum Framsóknarmanna og annarra sem vilja færa spítalann á annan stað, en síðustu hugmyndir hafa miðað við að spítalanum verði fundinn staður við Vífilsstaði í Garðabæ.

Hann telur hins vegar skynsamlegt að undirbúa byggingu annars spítala en Landspítalans. „Hugsanlega má hverfa frá því að stækka spítalann enn frekar eins og áformað er næstu áratugi. Nota ætti næstu misseri og ár samhliða að undirbúa staðarval og hönnun á nýrri spítalabyggingu, sem ekki væri háskólasjúkrahús og þjónar heilbrigðiskerfinu eftir nokkra áratugi. Ég veit að heilbrigðisráðherra hefur ekki útilokað slíkt. Sú vinna tefji á engan hátt núverandi byggingaráform,“ segir Þorkell.

„Með þessu leysist brýn þörf á nýjum Landspítala (meðferðarkjarna) og rannsóknahúsi sem væri tilbúinn án tafar sem fyrsti áfangi til notkunar árið 2023. Það kæmi síðan önnur sjúkrahúsbygging eigi síðar en um miðja þessa öld sem auk spítalans við Hringbraut þjónar Íslendingum, ferðamönnum og öðrum sem leita lækninga hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.