George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Grikkir eigi að samþykkja nýjustu björgunaráætlun ESB, sem m.a. gengur út frá því að um helmingur skulda gríska ríkisins verði afskrifaðar.

Samkvæmt frétt Bloomberg mun Papandreou einnig hafa sagt að gríska ríkið gæti þurft að taka yfir einhverja gríska banka til að endurfjármagna þá. Þeir yrðu svo einkavæddir að nýju að einhverjum tíma liðnum.