Katrín Jakobsdóttir lagði á Alþingi í gær fram fyrirspurn sem beint var til innanríkisráðherra. „Hyggst ráðherra beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum?" segir í fyrirspurn Katrínar.

Viðskiptablaðið hefur greint frá því að lögregluembættum hugnist vel að eignast dróna til notkunar við lögreglustörf . Af því tilefni hefur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagt fram fyrirspurn um hvort lögregla hafi eignast slíkan búnað , en þingflokkur Pírata hefur lagst gegn slíkri notkun af hálfu lögreglu.