*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 8. október 2014 10:47

Vinsældir haustferða aukast hjá Íslendingum

Fleiri Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli í september en í ágúst.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í síðasta mánuði innrituðu 37.410 íslenskir farþegar sig í flug til útlanda frá Keflavíkurflugvelli. Leita þarf aftur til ársins 2005 til þess að finna sambærilegar tölur fyrir september. Túristi greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að í fyrra hafi október verið sá mánuður sem vinsælastur var til utanferða Íslendinga. Var það í fyrsta skipti sem júní, júlí eða ágúst voru ekki aðalferðamánuðir Íslendinga. Vinsældir haustferða halda því áfram hjá Íslendingum, því fleiri íslenskir farþegar fóru utan nú í september heldur en í ágúst. 

Stikkorð: Flugfarþegar