Markaðsfyrirtækið Liv-Ex hefur tekið saman yfirlit yfir áætlað markaðsvirði verðmætustu framleiðendur Frakklands. Ekki kemur á óvart að á toppnum trónir Chateau Lafite Rothschild sem metið er á hvorki meira né minna en 3,7 milljarða evra. Árleg framleiðsla er um 40.000 kassar af einungis um 18 ferkílómetrum lands.Ekkert vín nýtur jafnmikillar hylli í Kína sem sprengt hefur upp verðið en engin viðhlítandi skýring hefur fundist á vinsældunum umfram önnur sambærileg vín.

Lafite hefur hins vegar gengið á lagið, m.a. með því að bæta ártalinu 8 með kínversku letri á 2008 árganginn en táknið hefur jafnframt vísan til heppni. Ekki eru allir vínbændur svæðisins hins vegar jafn heppnir og Lafite, sumir búa ekki við sömu landkosti og skussar finnast í þessari grein sem öðrum og því hefur aldrei verið meira fé varið til niðurgreiðslu úr sjóðum Evrópusambandsins en einmitt nú.

Greinin birtist á Vín & vindlingasíðu VIðskiptablaðsins.