Vísitala framleiðsluverðs í desember var 202 stig og lækkaði um 1,2% frá mánuðinum þar á undan. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu.

Miðað er við að grunnvísitala framleiðsluverðs var 100 síðasta ársfjórðung 2005. Því hefur orðið um það bil 100% hækkun framleiðsluverðs á þessum 10 árum.

Þá hækkaði vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir um 1,3%, meðan vísitala stjóriðju lækkaði um 4,5%. Framleiðsluverð fyrir matvæli hækkaði um 0,6% og vísitala annars iðnaðar lækkaði um 1,3%.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands lækkaðu um 0,9% meðan vísitala útfluttra afurða lækkaði um 1,3%.