Hlutabréf í Kauphöllinni hafa haldið áfram að lækka og er lækkun það sem af er degi ríflega 6%. Eru sérfræðingar á markaði nú alvarlega farnir að velta fyrir sér þeim möguleika að vísitalan fari undir 3000 stig. Velta á markaði það sem af er degi hefur numið 2,4 milljörðum króna.

Bakkavör hefur lækkað mest eða um ríflega 12%. Landsbankinn heldur einnig áfram að lækka og hefur lækkað um ríflega 11%. Landsbankinn hefur lækkað um 24% síðustu vikuna. OgVodafone hefur lækkað um 8,45% í dag og Össur um ríflega 7%.