„Það er mjög margt sem hefur komið til en það hefur orð­ið gjörbylting,“ segir Helga Lára Guðmundsdóttir, deildar­stjóri í ráðstefnudeild Iceland Travel, þegar hún er spurð út í þróunina á undanförnum árum í ráðstefnuhaldi á Íslandi. Hún nefnir mikla tækniframþróun og vitundarvakningu í þjónustu. Helga Lára segir fagmennsku einnig hafa aukist mikið með tilkomu háskólamenntunar í fræðunum.

Hörð samkeppni

„Samkeppni er hörð og þar sem heimurinn verður alltaf minni með tilkomu tækninnar er mikilvægt að fylgjast vel með nýjungum og þróun til að vera samkeppnisfær á hinum stóra alþjóðlega markaði. Ráðstefnu­ landið Ísland hefur svo sannar­ lega meðbyr enda höfum við sýnt það og sannað að við getum haldið ráðstefnur hér á landi sem þúsundir gesta sækja,“ seg­ir Helga um stöðu Íslands í þess­um bransa.

Aðspurð segir hún það rétt að ráðstefnugestir séu miklu fleiri í dag á Íslandi en á árum áður. „Enda getum við tekið á móti stærri viðburðum með til­ komu Hörpu, bættri ráðstefnu­aðstöðu almennt bæði í sérsöl­um og á hótelum hvort heldur er í Reykjavík eða á landsbyggð­ inni,“ segir Helga.

Fjallað er nánar um málið í blaðinu Ráðstefnur og fundir, sem fylgi Viðskiptablaðinu í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið allt hér að ofan undir liðnum  tölublöð .