Bílaframleiðandinn Volkswagen ákvað í dag að eyða einum milljarði dollara í að reisa sér nýja verksmiðju í Bandaríkjunum. Verksmiðjan mun rísa í Chattanooga í Tennessee, og um 2000 ný störf munu skapast við framleiðsluna. Guardian segir frá þessu.

Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að General Motors tilkynnti að fækkað yrði í stjórnunarliði fyrirtækisins og 15 milljarðar dollarar sparast í kjölfarið.

Forstjóri Volkswagen hefur sett sér það markmið að taka yfir bæði General Motors og Toyota, og mynda þannig stærsta bílaframleiðanda heims. Markmiðið er síðan að selja 800.000 bíla í Bandaríkjunum einum og saman fyrir árið 2018.

Evrópskir bílaframleiðendur horfa nú í auknum mæli til Bandaríkjanna með tilliti til framleiðslu sökum mikillar styrkingar evrunnar gagnvart dollar á undanförnum misserum.