Það er líklega til marks um ástandiðá íslenska hlutabréfamarkaðinum að Íslensk verðbréf hafa gripið til þess ráðs að slíta tveimur hlutabréfasjóðum, Stýrða hlutabréfasjóðnum og Hlutabréfasjóði ÍV.

Ástæða þess er að stærð sjóðanna hefur dregist verulega saman og er nú svo komið að ekki eru forsendur fyrir áframhaldandi rekstri þeirra segir í frétt á heimasíðu ÍV.

Íslenskur hlutabréfasjóður er því eini innlendi hlutabréfasjóðurinn sem starfræktur er af Rekstarfélag verðbréfasjóða ÍV, en hann fjárfestir í hlutabréfum félaga sem mynda úrvalsvísitölu íslensku kauphallarinnar (OMXI 6) í sömu hlutföllum og vísitalan er. Sjóðurinn var starfræktur af Rekstrarfélagi Spron hf. fram til 3. júní 2009. Síðustu 12 mánuði hefur ávöxtun sjóðsins verið neikvæð um ríflega 93% og um ríflega 20% frá áramótum.