Samkvæmt lokatölum fyrir árið 2013 voru fluttar út vörur fyrir 610,7 milljarða króna en inn um 541,4 milljarða króna fob (583,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin voru því hagstæð um 69,3 milljarða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni.

Afgangur á vöruskiptum við útlönd var 77,3 milljarðar króna árið 2012 og dróst því vöruútflutningur saman um 3,5% frá fyrra ári á gengi hvors árs og vöruinnflutningur um 2,6%.

Hlutur iðnaðarvöru var 50,6% alls vöruútflutnings og hlutur sjávarafurða voru 44,6% en í vöruinnflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með 29,8% hlutdeild og fjárfestingarvörur með 23% hlutdeild. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var EES þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi.