Á morgun, fimmtudaginn 8. september verður undirritaður samstarfssamningur milli efnahags- og viðskiptaráðuneytis, þriggja háskóla, Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja og Samtaka fjármálafyrirtækja um vottun fjármálaráðgjafa. Háskólarnir þrír sem um ræðir eru Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur.

Vottunin er hugsuð fyrir framlínufólk viðskiptabanka og sparisjóða sem veitir einstaklingum ráðgjöf. Um er að ræða 160 – 180 kennslustunda nám og hefur fyrsti hópurinn nám í lok september. Fjörutíu manns verða í fyrsta hóp og eru þau öll starfsmenn aðildarfélaga SFF.