Microsoft glataði mjög fyrra forystuhlutverki sínu undanfarin ár, síðustu útgáfur Windows hafa reynst fremur misheppnaðar og fyrirtækinu fátt gengið að óskum (Kinect er helsta undantekningin). Við undirbúninginn á Windows 8 var því mikið lagt upp úr að Microsoft tæki forystu og færi fram úr samkeppninni í stað þess að reyna að ná henni með misjöfnum árangri.

Sagt er að Microsoft hafi talið að Apple ætlaði að sameina viðmót stýrikerfa sinna og því einsett sér að verða á undan. Að líkindum var þetta rangt mat á fyrirætlan Apple, en það kvartar enginn. Útkoman er nefnilega sérdeilis smekkleg og skýr, nýtist á alls kynstölvum og tækjum, og tekur samkeppninni fram um margt, bæði Mac OS X, iOS og Android. Útkoman er byltingarkennd fyrir gamla Windows-notendur, en skýrasta dæmið er að Start-hnappurinn var látinn fjúka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.