Yfirborðsrannsóknir eru hafnar til undirbúnings á 50 MW virkjun Envent Holding Philippines Incorporated á Filippseyjum sem er í eigu Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest (REI). Áfram er því unnið að undirbúningi framkvæmdanna. Þessar rannsóknir eru framkvæmdar af undirverktökum, þar á meðal Phoenix Geophysics frá Kanada og ráðgjafafyrirtækinu Fedco frá Filippseyjum. Gert er ráð fyrir að úrvinnslu gagna verði lokið í mars 2009. Þessar framkvæmdir eru gerðar til að fá frekari gögn en áður hafði fyrirtækið PNOC-EDC framkvæmt rannsóknir á svæðinu.

Envent vinnur um þessar mundir að nokkrum jarðhitaverkefnum á Filippseyjum en þarlend stjórnvöld hafa einsett sér að auka endurnýtanlega orku um 1.200 MW fyrir árið 2014.