Úlfar Guðmundsson, stjórnarformaður Ardvis, hefur sagt sig úr stjórn fyrirtækisins og þá hefur prókúruréttur Úlfars verið afturkallaður. Þetta kemur fram í gögn­ um sem skilað var inn til Fyrirtækja­skrár á dögunum.

Sérstakur saksókn­ari handtók og yfirheyrði þrjá af helstu forsvarsmönnum Ardvis fyrir skömmu samkvæmt fréttaflutningi DV en Úlfar staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið að hafa verið í yfirheyrslu hjá sérstök­um saksóknara. Úlfar segir að ástæðan fyrir því að hann hafi sagt sig úr stjórn­inni nú vera þá að hann hafi aldrei haft neina aðkomu að fyrirtækinu fyrir utan það að vera fjárfestir.