Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er efstur á tekjulista fjölmiðlafólks með 5,7 milljónir króna á mánuði. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, er með 4,5 milljónir.

Þrettán fréttamenn og dagskrárgerðarfólk á RÚV voru með yfir 1 milljón króna í laun í fyrra. Af þessum þrettán hættu þrír störfum hjá RÚV í fyrra en það voru Lára Ómarsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Einar Þorsteinsson.

Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæsta fjölmiðlafólkið:

  1. Davíð Oddsson, ritstjóri Mbl  - 5,7 milljónir króna
  2. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri á Viljanum  - 4,5 milljónir
  3. Haraldur Johannessen, frkvstj. Árvakurs  - 3,4 milljónir
  4. Logi Bergmann Eiðsson, fv. fréttam. Árvakurs  - 2,9 milljónir
  5. Þórhallur Gunnarsson, frkvstj. miðla Sýnar - 2,3 milljónir
  6. Lára Ómarsdóttir, uppl.fulltr. Aztiq og fv. fréttak. RÚV  - 2,2 milljónir
  7. Bogi Ágústsson, fréttam. RÚV  - 2,1 milljón
  8. Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttam. - 1,9 milljónir
  9. Sölvi Tryggvason, blaðamaður  -  1,7 milljónir
  10. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, uppl.ftr. Íslenskrar erfðagr. - 1,7 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.


Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði