Feðgarnir Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, eru stærstu hluthafar Eyris Invest með 38,5% hlut.

Feðgarnir stofnuðu Eyri Invest um aldamótin, en fram að stofnun hafði Þórður verið að kenna við HÍ með öðrum störfum og þar áður gegnt stöðu fjármálastjóra Eimskips í meira en tvo áratugi.

Eyrir hefur verið stærsti hluthafinn í Marel frá árinu 2005 og er í dag með fjórðungshlut í félaginu. Á síðasta ári lækkaði hlutabréfaverð Marel um 40%, sem þýddi að þriggja ára hækkun þar á undan gekk tilbaka. Varð það til þess að Eyrir Invest var rekið með nærri 80 milljarða tapi. Það sem af er yfirstandandi ári hafa bréfin í Marel hækkað um tæp 15%.