Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel, er með hæstu tekjurnar á lista yfir næstráðendur í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Miðað við greitt útsvar námu mánaðarlegar tekjur hennar ríflega 26,8 milljónum króna á síðasta ári.

Í öðru sæti á listanum er Viðar Erlingsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Marel, með tæplega 22,9 milljónir. Viðar tók við stjórn upplýsingatæknisviðs Össurar í janúar á þessu ári. Árni Sigurðsson, fram­kvæmda­stjóri stefnu­mót­un­ar og stefnu­mark­andi rekstr­arein­inga hjá Marel, er í þriðja sæti listans með ríflega 18,8 milljónir.

10 tekjuhæstu næstráðendur 2020:

  1. Linda Jónsdóttir, fjármálastj. Marel - 26.829
  2. Viðar Erlingsson, fv .frkvstj. nýsköpunar Marel - 22.866
  3. Árni Sigurðsson, frkvstj. hjá Marel     18.825
  4. Pétur Guðjónsson, yfirm. alþjóðl. sölu og þjón. Marel - 18.215
  5. Davíð Freyr Oddsson, yfirm. mannauðsmála Marel - 16.895
  6. Egill Jónsson, frvkstj. frlsv. Össur - 10.854
  7. Sveinn Logi Sölvason, fjármstj. Össurar - 10.578
  8. Heimir Þorsteinsson, yfirm. fjármsv. Actavis á Ísl. - 5.480
  9. Rakel Óttarsdóttir, frkvstj. upplýsingatækni Alvotech - 4.947
  10. Halldór Bjarkar Lúðvígsson, frkvstj. fjármálasviðs Heklu - 4.755

(Mánaðartekjur í þúsundum króna)

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .