Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er leynt og ljóst að stimpla sig inn sem glæsilegasti kyndilberi Framsóknarstefnunnar á 21. öldinni: Segir einungis það sem er líklegast til vinsælda hverju sinni og er á sama tíma rausnarleg á útdeilingu skattfjár til þeirra málaflokka sem heyra undir ráðuneyti ­hennar.

Hrafnarnir hjuggu eftir því að í vikunni stökk Lilja á vagninn með verkalýðshreyfingunni og gagnrýndi í fjölmiðlum arðgreiðslur stórfyrirtækja á tímum hækkandi verðlags.

Hröfnunum þykir undarlegt að hagfræðimenntaður ráðherra átti sig ekki á að arður er jafnan greiddur vegna afkomu rekstrarins í fortíð og hefur því lítið með stöðuna í nútíð að gera.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 7. júlí 2022.