Þegar hrafnarnir flögruðu yfir Alþingi fyrr í vikunni ráku þeir augun nafni annars þeirra, Huginn Freyr Þorsteinsson, hefur sagt sig úr kjörstjórn Suðvesturkjördæmis og þingið þurfti því að kjósa mann í hans stað.

Hrafnarnir velta fyrir sér af hverju menn eru að segja sig frá bittlingum þegar hart er í ári á þorranum. Huginn Freyr er einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Aton JL og þykir hröfnunum líklegt að seta kjörstjórn fari ekki saman við störf fyrir einhvern forsetaframbjóðanda.

Þó svo að Huginn kunni að vera að vinna fyrir einn af þessum tugum eða hundruðum frambjóðanda sem nú safna undirskriftum er erfitt að verjast þeirri hugmynd að hann sé að fara vinna fyrir einhvern sem ekki hefur stigið fram.

Aðstoðaði Svavar í Icesave

Aton.JL hefur mikið unnið fyrir VG og Huginn Freyr er innvígður og innmúraður í flokkinn. Hann var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar á sínum tíma og hann aðstoðaði einnig Svavar Gestsson þegar hann leiddi Icesave-samninganefndina, sællar minningar.

Því velta hrafnarnir fyrir sér hvort afsögn hans úr kjörnefndinni sé enn ein vísbendingin um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé að bjóða sig fram til forseta?

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.