"Neytendur og samfélagið allt, tökum okkur stöðu með bændum.

Þessi orð voru höfð eftir Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra á RÚV eftir að tilkynnt var um tröllaukna niðurgreiðslu á rekstri landbúnaðarins í vikunni. Hröfnunum þykir orðaval matvælaráðherra afhjúpandi og koma að kjarna þess vanda sem steðjar að landbúnaðinum: þjóðin er hér til að þjóna hagsmunum landbúnaðarins en ekki öfugt.

Það var svokallaður spretthópur undir forystu Steingríms J. Sigfússonar sem lagði til að almenningur greiddi alfarið fyrir aukinn framleiðslukostnað bænda vegna hækkana á hrávöru fyrst sem skattgreiðendur og síðar sem neytendur við búðarborðið.

Ef þetta virkar ekki telja hrafnarnir víst að spretthópurinn sæki í smiðju Bertolts gamla Brecht og leggi til að Bændasamtökin leggi niður þjóðina og finni sér nýja.

Huginn og muninn er skoðanadálkur en þessi birtist íViðskiptablaðinu 16. júní 2022.