Skíðaiðkun er ómissandi hluti af vetrinum fyrir marga og skíðaferðir erlendis sjaldan verið jafn vinsælar og nú.

Skíðasvæðin eru tilvalin til þess að skapa hlýjar minningar með fjölskyldu eða vinum, auk þess sem þú tengist náttúrunni á sérstakan hátt þar sem þú svífur niður fjallið umkringd hvítum snjó og bláum himni.

Það skiptir þó höfuðmáli að vera vel búin í fjallinu og úrvalið af skíðafatnaði er endalaust.

Það er eitthvað töfrandi við að klæðast flíkum sem eru hannaðar í þeim tilgangi að vera virkur í snjónum.

Það er að sjálfsögðu aukaatriði að kunna að skíða, mestu máli skiptir hvernig maður lítur út í fjallinu og ekki síður í drykknum í skálanum eftir langan dag á skíðum.

Viðtalið birtist í Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.