Spænski vínframleiðandinn Cepa 21 varð fyrir barðinu á skemmdarvargi á dögunum sem braust inn í verksmiðju fyrirtækisins og sullaði 60 þúsund lítrum af víni á gólfið.

Lögreglan á Spáni rannsakar nú árásina sem átti sér stað í bænum Valladolid, norður af Madrid.

Atvikið náðist á eftirlitsmyndavél og sýnir myndbandið hettuklædda manneskju ganga á milli kera í vínkjallaranum og skrúfa fyrir kerin.

Forstjóri Cepa 21, José Moro Espinosa, sagði í LinkedIn-færslu í vikunni að dagurinn hafi verið erfiður fyrir alla í fyrirtækinu og þakkaði hann einnig þeim sem höfðu sýnt vínframleiðslunni stuðning.

Meðal þess sem glataðist voru 20 þúsund lítrar af hinu hágæða Horcajo-víni Cepa 21. Tapið er metið á 2,5 milljónir evra og segir fulltrúi fyrirtækisins að skemmdarvargurinn virtist þekkja víngerðina almennt vel en hann var tiltölulega snöggur að opna öll kerin í kjallaranum.