Marel fagnaði 40 ára afmæli á föstudaginn. Á 40 árum hefur Marel breyst úr litlu íslensku sprotafyrirtæki, sem sinnti innlendum sjávarútvegi, í hátæknifyrirtæki, sem er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu við ört stækkandi kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnað.

Rætur Marel liggja djúpt í íslenska vísindasamfélaginu. Fræjunum var sáð árið 1978 þegar nokkrir vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Fyrirtækið Marel var síðan formlega stofnað árið 1983.

Árið 1992 voru hlutabréf félagsins skráð í Kauphöllina en þá voru starfsmennirnir 45 talsins en í dag eru þeir um 8 þúsund. Sá sem leitt hefur fyrirtækið í gegnum mesta vaxtarskeiðið er Árni Oddur Þórðarson, sem var stjórnarformaður frá árinu 2005 til 2013 en síðan þá hefur hann verið forstjóri félagsins.

Feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Jón Þór Ólafsson, Árni Oddur Þórðarson, Þorsteinn Ólafsson og Gylfi Aðalsteinsson.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Eva Óladóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Þór Freysson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Tómas Knútsson.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Lárus Ásgeirsson, Ásgeir Gíslason og Sigurður Lárusson.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Halla Guðrún Jónsdóttir, Helga Daníelsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir.
© Mummi Lú (Mummi Lú)
Haraldur Fannar Pétursson og Eyjólfur Eyjólfsson.
© Mummi Lú (Mummi Lú)