Það var að nægu að taka í Sport & Peningar á árinu en fréttir um Bjarka Gunn­laugs­son, Guðna Bergs­son og fjár­hags­stöðu Breiða­bliks og Vals voru meðal þeirra sem náðu á topp tíu lista yfir mest lesnu fréttir ársins í flokknum.

6.Hvað þarf leik­maður að hafa til að verða at­vinnu­maður?

Bjarki Gunn­laugs­son annar af tveimur eig­endum og um­boðs­mönnum To­ta­l Foot­ball mætti í ítar­legt við­tal um um­boðs­manna­starfið.

7. Lífið eftir ferilinn: Guðni Bergs­son

Guðni Bergs­son lög­maður og fyrr­verandi at­vinnu­maður í fót­bolta sagði frá lífinu eftir at­vinnu­manna­ferilinn í við­tali við Eftir Vinnu blað Við­skipta­blaðsins.

8. Blikar hagnast um 157 milljónir

Knatt­spyrnu­deild Breiða­bliks hagnaðist um 157 milljónir í fyrra, en fé­lagið fékk um 200 milljón króna arf frá dyggum stuðnings­manni fé­lagsins.

9. Leik­menn seldir er­lendis á 800 milljónir

Leik­manna­sölur ís­lenskra liða vöktu at­hygli les­enda en ís­lensk knatt­spyrnu­fé­lög seldu ís­lenska leik­menn út fyrir land­steinana fyrir meira en 800 milljónir króna á árunum 2019-2022.

10. Valur tapar 67 milljónum

Við­skipta­blaðið greindi frá fjár­hags­stöðu Vals en knatt­spyrnu­deildin tapaði 67,4 milljónum króna á árinu 2022 eftir 51,6 milljóna hagnað árið 2021. Gert var ráð fyrir 54,2 milljóna króna tapi á árinu og varð tapið því um 13 milljónum meira en á­ætlað var.