Nýlega hófu Great Wall Motor samstarf við BMW á smíði rafmagns Mini fyrir kínverskan markað og jafnvel að sjá megi einhver áhrif þess samstarfs í Ora bílnum.

Ora 300 Pro hét upprunalega Good Cat í heimalandinu, sérstakt nafn fyrir bíl og kannski til þess gert að höfða meira til kvenkyns kaupenda. Sú gæti líka verið raunin hér heima þar sem bíllinn er að útliti og hönnun nokkuð sérstakur.

Það sem gæti líka laðað kaupendur að bílnum er að hann fékk mjög góða einkunn á árekstrarprófi Euro NCAP og er samkvæmt þeim prófunum öruggasti litli fjölskyldubíllinn á markaðnum í dag. Bíllinn er líka einn ódýrasti rafbíllinn sem er í boði hér en hann kostar 5.890.000 kr.

Vel útbúinn

Í boði er ein útgáfa af Ora 300 Pro sem er framhjóladrifin og kemur með 48 kWst rafhlöðu og með uppgefna drægni allt að 310 km.

Ora 300 Pro er rúmgóður bíll þar sem meira er lagt upp úr plássi fyrir farþega en farangursrýmið.

Bíllinn er ágætlega útbúinn af staðalbúnaði, hann kemur á 18” álfelgum, er með dökkum rúðum að aftan og leðurlíki á sætum. Framsætin eru rafdrifin og er hiti í þeim, armpúði er bæði milli fram- og aftursæta og er stýrið klætt leðurlíki og er upphitað. Aðgengi að bílnum og ræsing eru lyklalaus.

Enn eru þó USB A tengi í bílnum en ekki USB C eins og farið er að gera kröfu um, en bíllinn er með Apple Carplay og Android Auto og þráðlausri símahleðslu sem vinnur það kannski upp. Í aðstoðar- og öryggisbúnaði er Ora 300 Pro með 360° myndavél og fjarlægðarskynjara að aftan. Auk þess er árekstrarvörn að framan og aftan og þá er bíllinn með neyðarhemlun og margt f leira. Ora Pro 300 er einnig með myndavél sem skynjar hvort ökumaður er með augun á veginum.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.