Polestar hefur tilkynnt að heimsfrumsýning Polestar 3, sem verður fyrsti jeppi framleiðandans, verði í október 2022. Polestar 3 er rafknúinn sportjeppi og mun kynning bílsins marka sókn Polestar inn á einn ábatasamasta- og hraðvaxnasta markaðshluta bílamarkaðarins, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Polestar 3 mun með tímanum bjóða upp á sjálfkeyrandi þjóðvegaakstur knúinn af öflugasta LiDAR skynjaranum frá Luminar og miðlægu NVIDIA tölvuafli. Við frumsýningu mun Polestar 3 vera búinn tveggja mótora drifrás og stórri drifrafhlöðu með drægnimarkmiði yfir 600 km (WLTP).

Viðskiptavinir geta lagt inn pöntun á Polestar 3 á frumsýningarmörkuðum frá og með frumsýningardeginum. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist snemma árs 2023 og verður Polestar 3 framleiddur í Bandaríkjunum og Kína.

Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá u.þ.b 29.000 bílum árið 2021 í u.þ.b 290.000 bíla í lok árs 2025.