Patrick Dovigi, kanadískur fjárfestir og fyrrum atvinnumaður í hokkí, keypti hús í skíðabænum Aspen í Kólaradó í desember 2021 fyrir 44,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 6,4 milljarða króna. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Húsið var byggt árið 1992 og í því eru sex herbergi, spa og sundlaug. Útsýni er yfir Aspen bæinn og skíðabrekkurnar eru í baksýn.

Dovigi seldi eignina í byrjun mánaðarins fyrir 55 milljónir dala, eða 7,9 milljarða króna. Hagnaðurinn nemur því 1,5 milljörðum króna á tólf mánuðum.

Dovigi keypti í júní dýrasta hús sem selt hefur verið í Aspen fyrir 72,5 milljónir dala, eða 10,4 milljarða króna.