Leikarafyrirtækið Rose Locke Casting hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við framleiðendur Tulsa King með Sylvester Stallone en þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans.

Ástæðan er sögð vera sú að Stallone og einn af leikstjórunum hafi gert lítið úr nokkrum aukaleikurum sem unnu við gerð þáttanna.

Fyrirtækið var fengið til að finna leikara sem voru átján ára og eldri fyrir þáttaröð Taylor Sheridan, sem skrifaði einnig þættina Yellowstone. Lýsingar á vinnuaðstæðum enduðu hins vegar á lokaðri Facebook-síðu fyrir aukaleikara.

Þar voru bæði Stallone og leikstjórinn sakaðir um að hafa kallað nokkra aukaleikara ljóta og feita. Einn af leikurunum sagði að uppákoman hafi sært sál hans við að heyra slíkar lýsingar á sjálfum sér á tökustað.

Þá er einnig sagt að Stallone hafi lagt til að framleiðendur ræðu inn ungar og sætar stúlkur til að vera í kringum hann.

Rose Locke Casting tilkynnti endalok samstarfsins á Facebook-síðu sinni á sunnudaginn og sendi einnig einkaskilaboð til aukaleikara þar sem þeir voru hvattir til að hafa samband ef fleiri eitraðar uppákomur ættu sér stað.