Fyrsta umfjöllunin var strax um haustið 1983 en Steingrímur varð forsætisráðherra þá um vorið. Þá keypti hann persónulega á ráðherrakjörum Chevrolet Blazer jeppa. Bílverðið var 1,2 milljónir en niðurfellingin 700 þúsund krónur. Bíllinn kostaði Steingrím því 500 þúsund krónur.

Þjóðviljinn sýndi málinu mikinn áhuga. Rétt er þó að geta þess að þjóðir hafa ekki vilja, heldur aðeins einstaklingar. Þegar blaðið hafði samband við Steingrím 28. september 1983 brást hann vel við.

„Jú, það er alveg rétt. Ég var að fá nýjan bíl, lítinn Blazer jeppa og það voru felld niður af honum aðflutningsgjöldin þannig að hann kostaði mig því aðeins 500 þúsund krónur.

Önnur frétt Þjóðviljans

Degi síðar birti blaðið aðra frétt. Þar kom fram að þegar væri ráðherrabíll í ráðuneytinu. Spurður um Chevrolet Caprice bifreiðina sem var þá 5 ára gömul sagði Steingrímur eftirfarandi í samtali við blaðið: „Jú, það er hérna gamall ráðherrabíll sem er notaður jöfnum höndum, meðal annars til að aka mönnum í veislur og svoleiðis.“

Frekari upprifjun um bílamál Steingríms má finna í blaðinu EV - Bílar sem kom út nýlega. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.