Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins, er í dag framkvæmdastjóri félagsins Bergsnasar, sem er með Stóru-Laxá á leigu.

Þegar hún er spurð hvernig hún leiddist út í þetta nýja starf segir hún að Finnur B. Harðarson og Eva Björg Sigurðardóttir, eiginkona hans, séu góðir vinir hennar. Þau hjón eru á meðal eigenda Bergsnasar.

„Svo áður en ég veit af er ég orðin framkvæmdastjóri þessa félags," segir Ólöf. „Það einhvern veginn gerðist bara án þess að ég hafi ætlað að fara út í þetta en svo finnst mér þetta alveg ógeðslega gaman. Ég er auðvitað líka í öðrum verkefnum og þá sérstaklega á veturna en þetta starf hjá Bergsnös er samt mín ástríða.“

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Veiði, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.