Jaguar Land Rover frumsýndi síðdegis í gær nýjan og endurhannaða útgáfu af hinum geysikraftmikla Range Rover Sport sem streynt var á netinu um víða veröld.

Frumsýningunni fylgdi kynningarmyndband sem mörgum hérlendis kom eflaust skemmtilega á óvart því þar tókst ökuþórinn Jessica Hawkins, tókst á við Hafrahvammagljúfur í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborðið hækkaði of mikið enda Hálslón komið á yfirfall. Má segja að nýr Range Rover Sport hafi sýnt við Kárahnjúka hvers hann er megnugur.

Þess má geta að Ísland var af ýmsum kostum, sem komu til greina sem áfangastað til að gera myndina, fyrsta val stjórnnda hjá Land Rover.