Umboðsskrifstofan Swipe Media hefur gert samning við bandarískan áhrifavald sem er með yfir 5 milljónir fylgjenda á TikTok. Er þetta annar erlendi áhrifavaldurinn sem Swipe Media hefur bætt við á skrá hjá sér.

Áhrifavaldurinn sem um ræðir heitir Dami, betur þekktur undir nafninu Fadadami, og er frá Atlanta í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. Dami hóf sinn TikTok feril fyrir rúmlega ári síðan og hefur aðdáendahópur hans vaxið hratt á þeim tíma.

Dami gefur út jákvæð og uppbyggjandi myndbönd á TikTok og Instagram og hefur fengið hundruð milljóna áhorf á efnið sitt, að því er kemur fram í tilkynningu. .

„Dami er gífurlega öflugur strákur sem hefur verið að gera frábæra hluti á TikTok undanfarið ár. Við erum virkilega spennt fyrir því að vinna með honum," segir Gunnar Birgisson, meðeigandi og einn af stofnendum Swipe Media.

Dami er stærsti áhrifavaldurinn á skrá hjá Swipe Media í dag hvað varðar fylgjendafjölda, en umboðsskrifstofan vinnur bæði með áhrifavöldum á Íslandi og erlendis. Má þar nefna áhrifavalda eins og Camillu Rut, Guðrúnu Veigu, Línu Birgittu og Emblu Wigum, en sú síðastnefnda er með 1,7 milljón fylgjenda á TikTok.

@fadadami

Bio for lovely apparel and my yt/ ig

♬ New Home (Slowed) - Austin Farwell