Ingólfur Haralds­son hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fast­eigna hjá Ís­lands­hótelum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá hótel­keðjunni. Ingólfur hefur mikla reynslu úr hótel­geiranum en gegndi áður stöðu fram­kvæmda­stjóra Berja­ya Iceland Hot­els, hótel­stjóra Hilton Reykja­vík Nor­di­ca við Suður­lands­braut. Þá starfaði hann einnig um ára­bil hjá Icelandair Hot­els.

Sam­kvæmt til­kynningu fyrir­tækisins mun Ingólfur taka þátt í fram­tíðar­upp­byggingu fé­lagsins sam­hliða rekstri fast­eigna dóttur­fé­laga Ís­lands­hótela.

Ís­lands­hótel greina einnig frá því að Lijing Zhou hefur verið ráðinn sem sér­fræðingur í sjálf­bærni hjá fyrir­tækinu.

„Lijing kemur inn á aðal­skrif­stofu Ís­lands­hótela með mikla reynslu og menntun í sjálf­bærni og um­hverfis­vísindum, en hún hefur stundað nám og starfað í Sví­þjóð, Banda­ríkjunum, Kína og nú síðast á Ís­landi,“ segir í til­kynningu frá Ís­lands­hótelum.

Lijing Zhou er nýr sér­fræðingur í sjálf­bærni hjá Íslandshótelum.

Lijing er með tvær meistara­gráður, aðra í um­hverfis- og auð­linda­fræði frá Há­skóla Ís­lands og hina í al­þjóð­legri þróun og stjórnun frá Há­skólanum í Lundi í Sví­þjóð.

Hún starfaði áður hjá International Fund for Agricultur­al De­velop­ment (IFAD) hjá Sam­einuðu þjóðunum.

„Lijing mun í starfi sínu bera á­byrgð á þróun og inn­leiðingu sjálf­bærni þvert á öll svið Ís­lands­hótela með á­herslu á að draga úr um­hverfis­á­hrifum, stuðla að sjálf­bærum starfs­háttum og bæta heildar­frammi­stöðu fyrir­tækisins á þessu sviði,“ segir í til­kynningu Ís­lands­hótela.