Viðskiptablaðið fjallar reglulega um fólk sem er að taka við áhugaverðum störfum í viðskiptalífinu.

Nú þegar árinu er að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu fólkfréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2020.

Hér eru fimm mest lesnu fréttirnar

Inga Birna Ragnarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri hjá Wise, stundar golf og skíði af kappi, en er líka kappsöm í spilum.

Gamla Gámaþjónustan, nú Terra, hafa ráðið þau Ingibjörgu Ólafsdóttur og Frey Eyjólfsson í stjórnunarstöður.

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir tekur við nýjum sjóði hjá Brunn Ventures og sér tækifæri í iðnaði, tækni, orku og græna geiranum.

Þóra Björg Stefánsdóttir og Morgen Cole koma til starfa hjá Good Good sem aðfangastjóri og sölustjóri í Bandaríkjunum.

Sky Lagoon, sem fyrirtækið á bakvið Flyover Iceland stendur að, ræður þau Lovísu Dagmar, Óttar Angantýs og Elvu Rut.