Hildur Arna Hjartardóttir, Sævar Már Þórisson og Ágúst Jónasson hafa verið ráðin til starfa í vörustýringu hjá Motus.

„Ráðningar þeirra eru mikilvægur áfangi í að nýta þau tækifæri sem felast í gagnadrifinni innheimtu, samþættingu vöruframboðs félaganna og frekari þróun á fjártæknilausnum samstæðunnar, sem nær yfir Motus, Greiðslumiðlun, Pei og Faktoríu,“ segir í fréttatilkynningu.

Hildur Arna Hjartardóttir hefur hafið störf sem vörustjóri Motus fjármögnunar. Áður starfaði hún hjá Indó og var hluti af teyminu þar frá upphafi í hlutverki vöru- og markaðsstjóra. Þar áður starfaði hún í Landsbankanum sem vörustjóri vildarkerfa.

Sævar Már Þórisson hefur hafið störf sem vörustjóri greiðslulausnarinnar Pei. Hann kemur frá Heimkaupum þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri innkaupasviðs. Áður var hann rekstrarstjóri Aurs apps og átti stóran þátt í þeirri uppbyggingu.

Ágúst Jónasson hóf störf nú í október sem vörustjóri gagna, sem er nýtt starf þvert á vörur samstæðunnar. Hann hefur starfað hjá Íslandsbanka í ýmsum hlutverkum á upplýsingatæknisviði. Ágúst hefur mikla reynslu af gagnagreiningum og gagnatækni og bætist hans þekking við í lykilhóp Motus um gagnadrifna framtíð.

„Undanfarið ár höfum við verið að styrkja raðirnar til að geta fullnýtt þau tækifæri sem við sjáum í gagnadrifinni innheimtu og frekari þróun á fjártæknilausnum samstæðunnar, sem nær yfir Motus, Greiðslumiðlun, Pei og Faktoríu. Motus hefur um árabil verið stærsta félagið á sviði innheimtu á Íslandi sem setur okkur í lykilstöðu til að geta boðið viðskiptavinum okkar alhliða þjónustu þegar kemur að kröfustýringu og fjárflæði fyrirtækja, Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus.