Róbert Gíslason hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri þjónustufyrirtækisins KAPP ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Fyrirtækið selur og þjónustar kæli-, frysti- og vinnslubúnað fyrir sjávarútveginn, heildverslanir og matvælaiðnaðinn.

Róbert mun sem fjármála- og rekstarstjóri sjá um daglegan rekstur félagsins þ.m.t. fjármálastjórn, samningagerð, verkbókhald og upplýsingakerfi félagsins.

Róbert kemur frá Greiðslumiðlun Íslands þar sem hann var rekstrarstjóri Pacta lögmanna og Motus. Áður starfaði hann um árabil sem fjármála- og viðskiptastjóri Libra ehf og þar áður hjá GPG Seafood, Útgerðarfélagi Akureyrar og Wise. Róbert er með MCF meistaranám í fjármálum fyrirtækja fr Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. Honore í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP:

„Við eigendur KAPP fögnum því að fá svona liðstyrk við félagið. Reynsla Róberts mun nýtast vel í störfum fyrir okkur.“