„Ég er mjög spenntur og hlakka til að vinna með fyrirtækinu,“ segir Andri Þór Arinbjörnsson, nýr framkvæmdastjóri J.E Skjanna byggingaverktaka. Andri kemur frá Reitum fasteignafélagi þar sem hann hefur starfað í rúmlega áratug. „Ég þekki J.E Skjanna vel, en þeir hafa unnið mikið fyrir Reiti síðastliðin ár og skilað af sér mörgum flottum verkefnum.“

Verkefnin hjá J.E Skjanna eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Andri segir stór verkefni í gangi á Akureyri um þessar mundir. „Það er verið að reisa 64 íbúðir við Pollinn og í framhaldinu verður byggt hótel og hótelíbúðir á sömu lóð. Svo er í undirbúningi 76 íbúða verkefni við Áshamar í Hafnarfirði, kennileitishús við Urriðaholt og rúmlega 100 herbergja hótelbygging í Bríetartúni.“

Andri hefur unnið við iðnaðarvinnu frá unga aldri. „Faðir minn, afi og langafi voru allir málarar, og mín fyrstu störf voru málningarvinna með pabba. Árið 2005 útskrifast ég síðan með sveinspróf í málaraiðn.“

Hann segir frítímann undirlagðan veiði og að pabbi hans hafi dregið hann með í veiðina þegar hann var ungur. „Árið hjá mér snýst í raun um hvaða veiðitímabil í gangi. Það er sjóbirtingur á vorin, svo er það silungur og lax á öðrum tíma árs, gæsir, rjúpa og stundum fær maður hreindýr. Þá fór ég nýlega til Finnlands með vinum mínum í skotveiði.“

Andri á þrjú börn, 18 ára, 15 ára og 10 ára. Hann er giftur Jónu Björg Jónsdóttur, heilbrigðisfulltrúi hjá Icelandair. Þegar Andri er ekki að veiða eða að njóta með fjölskyldunni rær hann á kajak. „Við búum nálægt sjónum á Kársnesi og kajak-árin er aldrei langt undan.“

Nánar er rætt viðAndra í nýjastatölublaði Viðskiptablaðsins.