Gengi hlutabréfa allra félaga í Kauphöllinni lækkuðu í dag að Fjarskiptum (Vodafone) og Össuri undanskildum. Heildarveltan nam rétt rúmum tíu milljörðum króna.

Fjarskipti hf. (Vodafone) kynntu í morgun uppgjör félagsins en þar kom m.a. fram að félagið skilaði bestu EBITDA ársfjórðungsniðurstöðu í sögu þess en hann jókst um 4% á milli ára og nam 1.023 milljónum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 3,3% í kauphöllinni í dag.