*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 20. nóvember 2014 17:10

10 nýir áfangastaðir Primera

Primera Air mun hefja sölu á sætum til tíu nýrra áfangastaða í vetur og sumar í beinu flugi frá Íslandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Á morgun mun Primera Air kynna tíu nýja áfangastaði í beinu flugi frá Íslandi nú í vetur og næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Undanfarin fimm ár hefur Primera Air flogið fyrir helstu ferðaskrifstofur landsins í beinu leiguflugi til helstu áfangastaða Íslendinga. 

Nú mun félagið hefja sölu á sætum til Las Palmas, Tenerife, Alicante, Salzburg, Malaga, Mallorka, Barcelona, Bologna, Krítar og Bodrum. Um er að ræða bein flug einu sinni til tivsvar í viku.