Störfum verður fækkað um 10 þúsund hjá svissneska bankanum UBS. Þetta kemur fram á vef BBC þar sem kemur fram að um 64 þúsund manns starfi hjá bankanum en störfum mun fækka um 16% á næstu tveimur árum.

Bankinn mun með þessum aðgerðum ásamt því að draga úr fjárfestingastarfsemi spara um 3,4 milljarða svissneskra franka.

Sergio Ermotti, forstjóri USB, segir þessa ákvörðun hafa verið erfiða þar sem þeirra starfsemi velti á fólkinu sem starfi hjá þeim.