Forrit sem við notum í vinnu eru mörg og fjölbreytt. Með snjallsímum og spjaldtölvum er hægt að sækja hvaða forrit sem er og hvenær sem er. Þetta er ólíkt því vinnuumhverfi sem áður var þegar upplýsingatæknideild sá um að velja forrit, setja þau upp og stýra. Nú eru breyttir tímar sem veldur mörgum tæknisérfræðingum oft vandræðum. Því það þarf að sjá til þess að öll þessi forrit séu fengin á réttmætan hátt og að allar upplýsingar séu öruggar.

Um þetta er fjallað á Business Insider þar sem farið er yfir hvaða forrit eru algengust. Á listanum eru forrit eins og Yandex.Disk, Qlick og ProofHQ.