*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 27. nóvember 2017 10:01

1.200 milljóna gjaldþrot verktaka

Ekki verður betur séð en að fyrirtækið sé enn í rekstri undir annarri kennitölu.

Ritstjórn

Engar eignir fundust upp í 1.200 milljóna króna gjaldþrot félagsins H150, sem áður hét Háfell, en skiptum á félaginu var lokið í dag að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu. DV hefur fjallað um félagið Háfell og í frétt segir að eigandi Háfells sé Skarphéðinn Ómarsson.

Félagið var verktakafyrirtæki sem kom að stórum verkefnum líkt og Héðinsfjarðargöngum og tvöföldun Reykjanesbrautar. Svo virðist sem svipuð starfsemi sé í rekstri söma eiganda, en kona hans er skráð fyrir öðru félagi sem nýlega fór í gegnum nafnabreytingu og heitir nú Háfell. Hið nýja Háfell hefur meðal annars fengið samninga hjá Reykjavíkurborg.