Samkvæmt upplýsingum í framtölum einstaklinga fyrir árið 2009 voru 1.251 með yfir 12 milljónir króna í launatekjur á því ári, eða yfir milljón á mánuði.

Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar K. spurði hversu margir voru með meira en 1 milljón króna í mánaðarlaun árið 2009 og hvernig skiptust þeir eftir starfsstéttum?

Í svarinu segir að ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um starfsstéttir framteljenda og engin persónugreinanleg gögn.