13% þjóðarinnar stefnir til útlanda í sumar samkvæmt könnun á vegum EMC rannsókna sem framkvæmd var síðustu vikuna í maí. Þetta kemur fram á vef Túrista . Um fjórðungur þjóðarinnar segir líklegt að haldið verði út í heim á tímabilinu september til desember í ár.

Margir hyggjast þó ætla að bíða með ferðalög út í heim fram á næsta ár þó að einhverjir setji stefnuna út fyrir landssteinana nú í sumar og ennþá fleiri í haust og vetrarbyrjun.

Alls tóku 718 svarendur þátt í rannsókninni og endurspeglar þýðið Íslendinga með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Áhuginn á ferðum í ár er mestur hjá eldra fólki, íbúa á höfuðborgarsvæðinu og tekjuhærri hópa.