Rútufyrirtækið Teitur Jónasson hagnaðist um 130 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 116 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu rétt rúmlega 715 milljónum króna samanborið við 683 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður nam 147 milljónum króna samanborið við 151 milljón árið áður.

Eignir félagsins námu 736 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam um 523 milljónum króna. Skuldir félagsins námu samtals 214 milljónum króna í árslok 2017.

Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 233 milljónum króna og hækkuðu um rétt rúmlega 30 milljónir frá fyrra ári, en 35 starfsmenn störfuðu hjá félaginu að meðaltali í lok síðasta árs.