Endurskoðunarstofa Ernst & Young LLP fer nú yfir reikninga Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi í þeim skuldaskilum sem nú fara fram.  Þar kemur fram að Kaupthing Singer & Friedlander var með lánabók til fjárfestinga í fasteignum og voru  937 milljónir punda inni á henni.

35% af því fór til stórra fjárfestingaverkefna (e. large commercial projects)  en 15% til kaupa á lúxusíbúðum  (e. residential projects) eins og kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunni. Verðmæti verslunar- og skrifstofuhúsnæðis hefur lækkað um 30% síðan það náði hæstu hæðum í júní 2007.