*

sunnudagur, 16. maí 2021
Innlent 31. mars 2021 13:31

Á 190 milljóna listaverkasafn

Afkoma Fjárfestingarfélagsins Mídasar versnaði í fyrra en verðmæti listaverka í eigu félagsins jókst.

Jóhann Óli Eiðsson
Sverrir Kristinsson.
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestingarfélagið Mídas ehf., sem er að fullu í eigu Sverris Kristinssonar, eins eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar og listaverkaunnanda, hagnaðist um ríflega ellefu milljónir króna á síðasta ári og versnaði afkomanum helming. Starfsemi í félaginu er takmörkuð en helsta eign þess eru listaverk sem metin eru á rúmlega 191 milljón króna. Það er aukning um 19 milljónir milli ára.

Auk listaverkanna á félagið verðbréf sem metin eru á tæplega 56 milljónir króna og eignir samtals þrí rúmlega 248 milljónir. Óráðstafað eigið fé félagsins er 187 milljónir króna. Skuldir eru rúmar 60 milljónir króna en stærsta skuldin, 52 milljónir tæpar, er við hluthafann.

Sverrir á eitt stærsta málverkasafn landsins sem er í einkaeigu en Smartland leit til hans árið 2015 og fékk að berja nokkur þeirra augum. Þá setti hann upp sýningu í byrjun árs 2018 í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að sjá verk af Þingvöllum sem eru í hans eigu.