Gyða Dan Johansen hefur selt hlut sinn í Emmessís til 1912 ehf. Samhliða því lætur hún af störfum fyrir fyrirtækið. 1912 er móðurfélag heildsölunnar Nathan &  Olsen og Ekrunnar. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Fyrr í sumar keypti 1912 56% hlut í Emmessís af Ísgarði, sem er félag í eigu Pálma Jónssonar.

Gyða kom í hluthafahóp félagsins árið 2016 og hefur síðan setið í stjórn þess ásamt því að sinna margvíslegum rekstrarverkefnum og markaðsmálum.

„Það hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi að koma að umbreytingaferli þessa rótgróna framleiðslufyrirtækis og koma því í mun sterkari stöðu til framtíðar," segir Gyða í tilkynningunni.