Heildarvelta Kauphallarinnar í dag nam rétt tæpum 20 milljörðum króna en mestu viðskiptin voru með bréf Icelandair Group, eða fyrir um 240 milljónir króna.

Mest hækkaði verð hlutabréfa Tryggingarmiðstöðvarinnar eða um 1,91% og bréf Marel um 1,91%. Mesta lækkunin var á bréfum N1 eða um 1,48% og lækkuðu bréf í Reginn um 0,77% en félagið kynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% og stóð í 1.247,80 í lok dags. Heildarvísitala hækkaði í 934,41 sem er 0,44% hækkun.

Heildarvelta með skuldabréf í Kauphöllinni voru stærstur hluti viðskiptanna og námu 18,7 milljörðum.